Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunur um ebólusmitaðan einstakling á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 3. nóvember 2014 kl. 15:15

Grunur um ebólusmitaðan einstakling á Keflavíkurflugvelli

Maðurinn ekki smitaður

Laust eftir hádegi í dag barst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tilkynning um að flugvél hafi lent á Keflavíkurflugvelli með veikan einstakling. Grunur lék á að um ebólu smitaðan einstakling hafi verið að ræða. Flugvélinni var lagt á flugverndarsvæði, sem er lokað svæði á Keflavíkurflugvelli. Íslenskur læknir sem fór um borð í vélina hefur staðfest að ekki er um ebólusmitaðan einstakling að ræða.

Unnið var eftir viðbragðsáætlun vegna ebólu sem verið hefur í vinnslu undanfarið. Sóttvarnalækni var gert viðvart sem og Landspítala og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð og aðgerðastjórn í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum voru virkjaðar vegna atburðarins.
Flugvélin var frá erlendu flugfélagi og var ekki að koma frá einu af þeim þremur ríkjum þar sem ebóla er útbreidd. Maðurinn reyndist vera að koma frá Suður-Afríku og hefur verið staðfest að hann var ekki með einkenni sem samræmast ebólu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024