Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grunsamlegur maður býður vinnu
Laugardagur 2. júní 2012 kl. 19:50

Grunsamlegur maður býður vinnu


 
Lögreglunni á Suðurnesjum bárust í vikunni tvær tilkynningar um grunsamlegan mann sem færi um Reykjanesbæ og byði húsráðendum að laga stéttar við hýbýli þeirra. Í öðru tilvikinu kom karlmaður, af erlendu bergi brotinn, á bílaleigubíl og bauð húsráðanda að steypa nýja stétt við heimili hans. Í hinu tilvikinu bankaði karlmaður, einnig af erlendu bergi brotinn, upp á hjá  húsráðanda og bauðst til að malbika stéttina fyrir hann. Í þetta skiptið var sá vinnufúsi á hvítum Peugeot sendiferðabíl. Málið er í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024