Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grunsamlegar töskur um borð
Sunnudagur 23. september 2007 kl. 18:45

Grunsamlegar töskur um borð

Flugvél frá KLM-flugfélaginu á leið til Kanada lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan fjögur í dag. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar segir í samtali við vísir.is að í vélinni hafi verið töskur sem ekki fylgdu þeim farþegum sem um borð voru. Í þeim tilfellum sé alltaf gripið til ákveðinna ráðstafana „Flugvél á ekki að fara í loftið með farangur sem tilheyrir ekki farþega um borð," hefur vísir.is eftir Friðþóri. Vélin yfirgaf Keflavíkurflugvöll um hálfsex og hélt áfram á áfangastað.

 

Ljósmynd: Jumboþota KLM flugfélagsins tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli nú síðdegis.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024