Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Grunsamlegar mannaferðir í Grindavík
Mánudagur 27. júní 2011 kl. 09:45

Grunsamlegar mannaferðir í Grindavík

Haft hefur verið samband við heimasíðu Grindavíkubæjar til að vekja athygli á heldur óvenjulegum heimsóknum í hús í Grindavík sem eru þess eðlis að ástæða er til að hafa varan á.

Maður af erlendum uppruna bankaði upp á í nokkrum húsum síðasta föstudags- og laugardagskvöld og bauðst til þess að mála þakið hjá viðkomandi. Grunur leikur á að maðurinn hafi fyrst og fremst verið að kanna hvort viðkomandi hús hafi verið mannlaus.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Grindvíkingar eru hvattir til þess að láta lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og læsa húsum sínum, hvort sem fólk er heima eða heiman.