Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunnskólar Suðurnesja lægstir í könnun
Miðvikudagur 22. janúar 2003 kl. 14:22

Grunnskólar Suðurnesja lægstir í könnun

Námsmatsstofnun hefur birt niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla. Meðaleinkunnir grunnskóla á Suðurnesjum voru lægstar yfir landið í þremur samræmdum prófum. Í íslensku voru einkunnirnar lágar, bæði í 4. og 7. bekk. Skólarnir á Suðurnesjum komu hinsvegar vel út í stærðfræði í 4. bekk og voru þar yfir landsmeðaltali, en í 7. bekk var útkoman í stærðfræði slakari. Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri Myllubakkaskóla sagði í samtali við Víkurfréttir að á undanförnum tveimur arum hafi verið sérstakt átak í íslensku og stærðfræði en átakið virðist einungis hafa skilað sér í bættum árangri hjá fjórða bekk í stærðfræði: „Við getum verið sátt við stöðuna hjá 4. bekk í stærðfræði en það er ljóst að við verðum að reyna að finna út hvað hægt er að gera með íslenskuna og stærðfræðina hjá 7. bekk og íslenskuna hjá 4. bekk. Við höfum verið að vinna ötullega í þessum málum síðustu tvö ár. Við höfum legið yfir því hvað til bragðs eigi að taka og ég er bjartsýnn á að við bætum árangurinn í þessum greinum,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Víkurfréttir.



Vefur námsstofnunar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024