Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunnskólar settir í lok vikunnar
Mánudagur 19. ágúst 2024 kl. 11:26

Grunnskólar settir í lok vikunnar

Nú líður senn að því að nemendur grunnskóla Reykjanesbæjar hefji störf. Fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst eru skólasetningar en nánari upplýsingar fyrir hvern skóla eru birtar á heimasíðum þeirra. Um 260 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám og taka sín fyrstu skref inn í grunnskólana, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Alls eru nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar um 2815 sem er fjölgun um 167 nemendur frá skólabyrjun fyrir ári síðan þegar þeir voru 2648.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flestum nemendum og foreldrum finnst gott að komast aftur í sínar venjur hausts og vetrar þó erfitt geti reynst að kveðja sumarið. Framundan eru arkandi börn um allan bæ með skólatöskur á bakinu og því eru ökumenn beðnir um að sýna sérstaka aðgát í nágrenni skóla.