Grunnskólar í Reykjanesbæ og Reykjavík í samstarf
Grunnskólar í Reykjanesbæ og Reykjavík hafa hafið samstarf sín á milli en skólarnir sem í þessu verkefni taka fyrir utan skóla Reykjanesbæjar eru Austurbæjarskóli, Hlíðaskóli, Háteigsskóli og Álftamýrarskóli. Í dag var fundur í Kjarna þar sem fulltrúar skólanna átta og fulltrúar Reykjanesbæjar ræddu málin um hvernig samstarfinu skyldi háttað í framtíðinni.Margar fínar hugmyndir hafa komið upp og ræddi Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sínar hugmyndir á fundinum. Nánar verður fjallað um þetta verkefni í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Mynd: Fulltrúar skólanna átta ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar ræddu málin yfir kaffisopa.
Mynd: Fulltrúar skólanna átta ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar ræddu málin yfir kaffisopa.