Grunnskólakrakkar nýta vel páskafríið - Skólahald hefst aftur á morgun
Grunnskólakrakkar eru en í páskafríi og nýttu þau sér það vel krakkarnir sem ljósmyndari Víkurfrétta hitti á ferð sinni um bæinn í dag. Í Myllubakkaskóla voru krakkar í fótbolta og körfubolta ásamt því að ungir peyjar voru í hjólreiðartúr vel græjaðir hjálmum. Skólahald hefst aftur á morgun og þá munu skólar Suðurnesja aftur verða þéttsetnir.
VF-Myndir/Bjarni - Gústaf og Grétar voru í hjólreiðartúr við Myllubakkaskóla á sama tíma og Anna og Kolfinna voru að spila körfubolta, þær voru að spá í að kíkja á ÍR-Keflavík í kvöld.