Grunnskólakennarar mæta í grunnskólana eftir helgi
Nú styttist í að grunnskólarnir hefji göngu sína á ný eftir sumarfrí en fræðsludagar kennara í grunnskólum Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis fóru fram 10. og 11. ágúst. Á fyrri deginum var boðið upp á fjölbreytt námskeið þar sem kennarar völdu það sem þeir höfðu áhuga á. Seinni daginn voru flutt erindin „Ofbeldi gegn börnum“ og „Hvort viltu vera vera gleðigjafi eða fýlupoki?“ Erindin fóru fram í Andrews Theater á Ásbrú. Eftir helgi mæta kennarar til starfa í grunnskólana og hefja undirbúning fyrir veturinn.