Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækkar
	Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert. Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðast við vísitölu neysluverðs síðustu hækkunar 1. janúar 2018.
	Samkvæmt reiknivél Hagstofu Íslands, miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2017 og desember 2018, færi grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar úr kr. 144.283,- í kr. 149.678,-.
Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt hækkunina.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				