Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunaður um ölvun við útafakstur
Laugardagur 20. janúar 2007 kl. 10:06

Grunaður um ölvun við útafakstur

Bifreið var ekið útaf við Móaveg í Njarðvík um kl. hálf tvö í nótt. Lögreglumenn fóru á vettvang og vaknaði grunur um ölvun við akstur.

Fjórum sinnum voru lögreglumenn kallaðir að heimahúsum þar sem gleðskapur truflaði nætursvefn nágrannanna.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og ók sá er hraðast fór á 128 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur. Akstur eins ökumanns var stöðvaður þar sem hann var með útrunnin ökuréttindi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024