Grunaður um landasölu
Ætlaði að nota landa í bollu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann á sextugsaldri vegna gruns um að hann stundaði landasölu. Við leit á heimili mannsins fundu lögreglumenn níu lítra af landa. Hann viðurkenndi að eiga landann og kvaðst hafa ætlað hann í bollu. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann undirgekkst skýrslutöku og var sleppt að því loknu.