Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunaður um fíkniefnaakstur faldi sig bak við gám
Mánudagur 9. apríl 2012 kl. 17:04

Grunaður um fíkniefnaakstur faldi sig bak við gám


Við hefðbundundið umferðareftirlit í gær veitti lögreglan á Suðurnesjum athygli ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn ók inn á bifreiðastæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bílastæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við húsnæði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024