Grunaður um fíkniefnaakstur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna, hann reyndist jafnframt aka sviptur ökuréttindum. Tveir til viðbótar voru stöðvaðir af sömu sökum og færðir á lögreglustöð.






