Grunaður um að hafa skotið rjúpu nálægt Grindavík
Maður grunaður um að hafa verið að skjóta rjúpur var stöðvaður í fjörunni við Staðarkot, nálægt Grindavík í gær en tilkynning barst lögreglunni í Keflavík um að rjúpnaskytta hefði sést á Nesvegi rétt vestan við eldisstöð Íslandslax. Lögreglumenn fundu skotvopn í bifreiðinni en enga rjúpu. Í fjörunni við Staðarkot fundu lögreglumenn hinsvegar dauða rjúpu og voru innyfli hennar volg. Maðurinn sem lögreglan stöðvaði er grunaður um að hafa skotið rjúpuna og verður hann kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Keflavík.