Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grunaður skartgriparæningi handtekinn í Reykjanesbæ
Föstudagur 23. október 2015 kl. 09:50

Grunaður skartgriparæningi handtekinn í Reykjanesbæ

- Lagði á flótta og skaut úr loftbyssu

Annar þeirra tveggja manna sem grunaðir eru um rán úr skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í gær, var handtekinn í gærkvöld í Reykjanesbæ. Frá þessu er sagt á vef RÚV. Eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bar kennsl á manninn kom í ljós að hann væri staddur í Reykjanesbæ. Hann fannst svo á gangi eftir Hringbraut um klukkan níu í gærkvöld. Maðurinn lagði á flótta frá lögreglunni og hleypti af nokkrum skotum úr loftbyssu. Hann var yfirbugaður stuttu síðar og færður á bak við lás og slá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024