Grunaður maður í yfirheyrslum
Maður hefur verið handtekinn í tengslum við bankarán sem framið var í Landsbankanum í Grindavík rétt fyrir klukkan eitt í dag og er maðurinn í yfirheyrslum hjá Lögreglunni í Keflavík. Maðurinn var stöðvaður í bifreið sinni á leið út úr Grindavík, en lögregla stöðvaði alla bíla sem voru á leið út úr bænum. Ránið var framið þegar tvær starfsstúlkur voru við afgreiðslu og einn viðskiptavinur í bankanum. Maðurinn sem framdi ránið var klæddur bláum samfestingi og með græna lambhúshettu á höfði. Maðurinn var vopnaður hnífi er hann framdi ránið. Ekki er vitað hvað miklu af peningum var rænt í bankanum.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á tali við fréttamenn fyrir utan Landsbankann í Grindavík í dag.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á tali við fréttamenn fyrir utan Landsbankann í Grindavík í dag.