Grunaður fíkniefnasali tekinn

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði  tæplega þrítugan karlmann tvívegis um helgina, þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í annað skiptið sem maðurinn var stöðvaður  voru tveir farþegar í bílnum hjá honum. 
Annar farþeganna, karlmaður, lá undir rökstuddum grun um fíkniefnasölu. Farið var í húsleit heima hjá honum, að fengnum dómsúrskurði. Þar fannst lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				