Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunaðir verkfæraþjófar handteknir
Sunnudagur 29. júní 2008 kl. 10:59

Grunaðir verkfæraþjófar handteknir

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að lögreglan var kölluð að verbúð á Vatnsleysuströnd í fyrrinótt. Mennirnir eru bræður. Eigandi fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu taldi sig hafa fundið þar verkfæri sem var stolið frá honum fyrir um vikutíma.

Bræðurnir, sem eru pólskir verkamenn á þrítugsaldri, voru teknir til yfirheyrslu í gær. Þeir hafa dvalist hér á landi um nokkurt skeið og meðal annars unnið á svínabúi. Málið er til rannsóknar og er búist við að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fari með framhald þess.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.

Mynd: Þjófar hafa sótt mjög í verkfæri og leikur grunur á að þau séu flutt erlendis í stórum stíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024