Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunaðir um þjófnað á súkkulaðikexi og fleiru
Þriðjudagur 27. júní 2006 kl. 08:26

Grunaðir um þjófnað á súkkulaðikexi og fleiru

Tveir grunsamlegir menn voru stöðvaðir af lögreglunni í Keflavík í nótt eftir verslunarleiðangur í 10-11 í Reykjanesbæ. Voru mennirnir grunaðir um þjófnað úr versluninni.
Mennirnir voru stöðvaðir á bifreið og við leit fundust tvær gosflöskur, ís í boxi og súkkulaðikex. Ekki fylgir sögunni hvort hinir grunuðu gistu fangahús í nótt.

Mynd: Laganna verðir vel á varðbergi. VF-mynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024