Gruna Ásgeir Loga um blekkingar
Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem stjórnar aðgerðum sem miða að því að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni, er sakaður um að gefa misvísandi upplýsingar um framgang mála og í Lofotposten er gefið í skyn að hann hafi haft blekkingar í frammi. Fréttavefurinn skip.is hefur þetta eftir Lofotposten í morgun.Í frétt Lofotposten á föstudag er haft eftir Ásgeiri Loga að bátar frá björgunarfélaginu Selöy Undervannservice séu á leiðinni norður í Lófót. Björn Tore Oppland hjá Selöy segir hins vegar að enn sé beðið eftir bankaábyrgð frá Íshúsi Njarðvíkur og hún hafi ekki borist. Vegna þessa hafi fyrirtækið orðið að taka að sér önnur verkefni en bátarnir séu klárir og ef ábyrgðin berist þá geti þeir verið komnir á vettvang innan tveggja til þriggja daga.
Lofotposten segir að lítið virðist vera að marka yfirlýsingar frá Ásgeiri Loga og ekki hafi náðst í hann eftir að í ljós kom að ekkert var hæft í því að bátar Selöy Undervannservice væru lagðir af stað. Búast heimamenn við því að það geti dregist enn um sinn að Guðrún GísladóttirKE komist á flot.
Lofotposten segir að lítið virðist vera að marka yfirlýsingar frá Ásgeiri Loga og ekki hafi náðst í hann eftir að í ljós kom að ekkert var hæft í því að bátar Selöy Undervannservice væru lagðir af stað. Búast heimamenn við því að það geti dregist enn um sinn að Guðrún GísladóttirKE komist á flot.