Gróska í verslunarrekstri við Hafnargötu
Verslun við Hafnargötuna hefur heldur betur tekið kipp síðan framkvæmdum lauk á milli Skólavegar og Tjarnargötu.
Þar hafa jafnvel skotið upp kollinum nýjar verslanir og er Glitter ein af þeim.
Lilja Ármannsdóttir opnaði verslunina í júní og má þar finna föt, skart og slæður fyrir dömur á öllum aldri. Lilja hafði ekki staðið í verslunarrekstri áður en hún opnaði en hún telur góðan grundvöll fyrir búðinni.
„Ég er með föt sem eru svipuð og í öðrum búðum í bænum, en áherslan hjá okkur verður á skart, slæður og alls konar aukahluti,“ sagði Lilja í samtali við Víkurfréttir.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Þar hafa jafnvel skotið upp kollinum nýjar verslanir og er Glitter ein af þeim.
Lilja Ármannsdóttir opnaði verslunina í júní og má þar finna föt, skart og slæður fyrir dömur á öllum aldri. Lilja hafði ekki staðið í verslunarrekstri áður en hún opnaði en hún telur góðan grundvöll fyrir búðinni.
„Ég er með föt sem eru svipuð og í öðrum búðum í bænum, en áherslan hjá okkur verður á skart, slæður og alls konar aukahluti,“ sagði Lilja í samtali við Víkurfréttir.
VF-mynd/Þorgils Jónsson