Gróska í íþrótta- og tómstundamálum í Garði
Bæjarstjórnin í Garði lýsir ánægju með þá grósku sem er í íþrótta- og tómstundamálum í Garði. Þá tekur bæjarstjórnin undir með Íþrótta- tómstunda- og æskulýðsnefnd að íbúar sýni frumkvæði í eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Í nýjustu fundargerð íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsnefndar er greint frá fundi með ungmennaráði og því starfi sem þar fer fram, greint frá líflegu starfi í Félagsmiðstöðinni Eldingu, sagt frá hreyfiþroskanámskeiði 3-5 ára og körfuknattleiksnámskeiði fyrir börn í 2. til 6. bekk. Þá er greint frá undirbúningi fyrir vinnuskóla og fyrirhugaðri danskennslu í Garði. Að endingu er sagt frá fimleikaæfingum sem fjöldi barna sækir.