Gróðursnautt við bæjardyrnar
Það getur oft verið gott að komast nokkuð hundruð metra upp í loftið til að fá aðra sýn á nánasta umhverfi. Meðfylgjandi mynd er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar á flugi yfir Patterson-flugvelli á Njarðvíkurheiði nú í vikunni.
Eins og sjá má á myndinni er svæðið ofan byggðarinnar í Innri Njarðvík gróðursnauður melur. Þetta er hins vegar land mikilla tækifæra, hvort sem það yrði ræktað upp eða skipulagt með tilliti til þess að þetta er verðmætt land í næsta nágrenni við alþjóðaflugvöll.
VF-mynd: Hilmar Bragi