Gróðursetja tré til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur
35 ár síðan hún var kjörin forseti.
Samþykkt var nýverið á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að öll sveitarfélög landsins verði hvött til að standa sameiginlega með skógræktarfélögum landsins að gróðursetningu trjáplantna laugardaginn 27. júní. Það verður gert til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eruð liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.
Eins og margir vita var Vigdís ötul í sinni forsetatíð við að gróðursetja tré víða um land.