Gróðurhúsalömpum stolið
Innbrot í gróðurhús í Keflavík var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Rennihurð hafði verið spennt upp og tveim gróðurhúsalömpum stolið, hvorum að verðmæti um 50 þúsund krónur.
Þá tilkynnti íbúi í umdæminu að sláttuorfi hefði verið stolið frá honum og var það í annað sitt sem hann hafði orðið fyrir barðinu á þjófnaði af því tagi.