Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gróður og tré skemmd við Tjarnarsel
Miðvikudagur 27. júní 2018 kl. 10:19

Gróður og tré skemmd við Tjarnarsel

Það var dapurleg sjón sem blasti við börnum og kennurum leikskólans Tjarnarsels í Keflavík í morgun. „Við komuna í leikskólann lágu stórskemmd reynitré og plöntur eins og hráviður um fallega garðinn okkar,“ segir í færslu á fésbókarsíðu leikskólans.
 
„Fyrr í þessum mánuði unnu hér um 100 sjálfboðaliðar óeigingjarnt starf í þágu leikskólans við endurbætur og fegrun útisvæðisins. 
 
Þessir sjálfboðaliðar eru börn og foreldrar í leikskólanum, ömmur og afar, kennarar og aðrir velunnarar skólans.
 
Það er því afar sárt og illskiljanlegt fyrir smáa sem stóra hér í skólanum að einhver skuli gera svona lagað,“ segir jafnframt í tilkynningunni frá Tjarnarseli.
 
Þau sem einhverjar upplýsingar hafa um málið eru vinsamlegast beðin að hafa samband við leikskólastjóra Tjarnarsels.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024