Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gróa ráðin skólastjóri Stapaskóla
Nýr skólastjóri Stapaskóla.
Mánudagur 11. mars 2019 kl. 15:59

Gróa ráðin skólastjóri Stapaskóla

Gróa Axelsdóttir hefur nú verið ráðin skólastjóri Stapaskóla, sem er nýr skóli í Dalshverfinu í Innri Njarðvík. Hún hafði gengt starfi aðstoðarskólastjóra Akurskóla frá árinu 2014 þar sem hún hefur leyst af sem skólastjóri í vetur.

Gróa lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennaraháskóla Íslands. Einnig lauk hún MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2014 og Diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2018. Gróa starfaði sem grunnskólakennari við Sandgerðisskóla árin 2003-2008 og sem deildarstjóri við sama skóla frá 2008-2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024