Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grjóthrunshætta vegna jarðskjálfta á Reykjanesskaga
Laugardagur 30. júlí 2022 kl. 15:32

Grjóthrunshætta vegna jarðskjálfta á Reykjanesskaga

Vegna jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga er aukin hætta á grjóthruni, segir í viðvörun á vef Veðurstofu Íslands. Nú þegar hafa nokkrir skjálftar mælst yfir 3 stigum og í jarðskjálftum sem þessum getur grjóthrun orðið og jafnvel skriður fallið. Enn hafa ekki borist tilkynningar um nýlegt grjóthrun á svæðinu. Ef öflugri skjálftar verða, aukast líkur á grjóthruni. Fólk er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024