Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grjótbarinn golfvöllur í Grindavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 06:09

Grjótbarinn golfvöllur í Grindavík

Húsatóftavöllur í Grindavík hefur fengið að finna fyrir óstuði veðurguðanna fyrstu mánuði ársins. Mikið af fjörugrjóti, stóru sem smærra hefur borist inn á golfvöllinn og í fyrstu óveðurslægðinni í janúar var sjór yfir stórum hluta á neðri parti vallarins. Þar eru fimm brautir vallarins. 

Þegar fréttamenn Víkurfrétta litu við nýlega mátti sjá mikið af grjóti sem hafði borist inn á brautir og flatir. Fimmtánda flötin er nokkuð skemmd eftir að nokkur stór grjót hreinlega flugu úr fjörunni inn á flötina. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er ljóst að mikil vinna bíður Golfklúbbs Grindavíkur á næstu vikum að hreinsa grjótið af svæðinu. 

Fjörugrjót yfir stórum hluta 15. brautar. 

Mikið af stóru grjóti við 15. flötina.

Mikill sjór lagðist yfir svæðið í byrjun janúar en var þó ekki í byrjun mars.