Gripnir með hass
Lögreglan stöðvaði gær bifreið í Garðinum en þeir sem voru í henni voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Við leit í bifreiðinni fundust tveir hassmolar og viðurkenndu aðilarnir að eiga efnið og höfðu þeir ætlað það til eigin nota. Málið telst upplýst.
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Njarðarbrauæ í gærkvöld þar sem hann ók á 77 km hraða en leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa til þess ökuréttindi, sem hann hafði verið sviptur.
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Njarðarbrauæ í gærkvöld þar sem hann ók á 77 km hraða en leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa til þess ökuréttindi, sem hann hafði verið sviptur.