Gripinn í bólinu eftir að hafa ekið niður umferðarskilti
Tveir ökumenn voru kærðir af lögreglunni í Keflavík fyrir meinta ölvun við akstur í gær, sunnudag. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut en aksturslag hans hafði bent til að hann hefði ekki fullt vald á bifreiðinni. Hinn hafði ekið niður umferðarmerki á mótum Hafnargötu og Faxabrautar í Keflavík. Hann hafði því næst ekið á brott en náðist á heimili sínu. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur.
Tilkynnt var um skemmdarverk á bifreið á Vatnsleysustrandarvegi. Ekki er vitað hver eða hverjir þar voru að verki.
Einn ökumaður var staðinn að hraðakstri á Grindavíkurvegi. Sá mældist á 146 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Tilkynnt var um skemmdarverk á bifreið á Vatnsleysustrandarvegi. Ekki er vitað hver eða hverjir þar voru að verki.
Einn ökumaður var staðinn að hraðakstri á Grindavíkurvegi. Sá mældist á 146 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.