Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Gripið verði inn í einkavæðingarferli HS Orku
Miðvikudagur 19. ágúst 2009 kl. 11:47

Gripið verði inn í einkavæðingarferli HS Orku


Orkuveita Reykjavíkur (OR) ætti að grípa inn í einkavæðingarferli HS Orku og nýta forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í félaginu, segir Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Hann óttast að arður af jarðvarma á Suðurnesjum renni að mestu úr landi eftir einkavæðingu HS Orku. Fréttavefurinn www.visir.is greinir frá þessu.

Komið hefur fram í fréttum að kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku. Í sumar keypti Geysir Green þriðungshlut Reykjanesbæjar í félaginu þannig að saman munu þessi tvö fyrirtæki eignast nær allt hlutafé í HS Orku, gangi þetta eftir.

Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar eru andsnúnir því að HS Orka komist í eigu einkaaðila.

Sjá frétt visir.is hér

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25