Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvískir unglingar fá viðburðaapp
Ungmennaráð með forseta Íslands á bæjarstjórnarfundinum.
Mánudagur 14. apríl 2014 kl. 22:33

Grindvískir unglingar fá viðburðaapp

Þrjár tillögur frá Ungmennaráði Grindavíkur samþykktar á afmælisfundi bæjarstjórnar.

Á afmælisfundi bæjarstjórnar Grindavíkur á 40 ára afmælisdegi bæjarins voru samþykktar tillögur frá ungmennaráði m.a. um gerð viðburðarapps, þ.e. smáforrits fyrir unglinga.

Ungmennaráð fram þrjár tillögur fyrir bæjarstjórnina um málefni sem ungmennaráðinu eru hugleikin. Í fyrsta lagi að setja upp skólahreystibraut við grunnskólann, í öðru lagi að bæta í vinnu við Vinnuskólann í sumar, sérstaklega fyrir 8. bekk og í þriðja lagi að búið verði til sérstakt Grindavíkurviðburðarapp.

Bæjarstjórn samþykkti að ungmennaráðinu verði sérmerkt fjármagn á fjárhagsáætlun áranna 2015 til 2016 til ráðstöfunar fyrir opin svæði og leiktæki. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að auka fjárframlag til Vinnuskólans um 10% í sumar og þá var samþykkt að ungmennaráð útfæri appið nánar. Lárus Guðmundsson, formaður Ungmennaráðs Grinavíkur og Nökkvi Harðarson, ungmennaráðsfulltrúi kynntu tillögur ráðsins á bæjarstjórnarfundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lárus Guðmundsson formaður ungmennaráðs flytur tillögur ráðsins á bæjarstjórnarfundinum.

Nökkvi Harðarson varaformaður ungmennaráðs flytur eina af tillögum ráðsins á fundinum.