Grindvíski flotinn nýfarinn úr höfn eftir brælu
Grindvíski fiskiskipaflotinn er nýfarinn úr höfn eftir langt helgarstopp vegna brælu á miðunum um helgina. Sömu sögu er að segja af smábátakörlunum sem geta átt von á mörgum góðum dögum í norð-austanátt fram undir næstu helgi.Grétar Sigurðsson hjá Grindavíkurhöfn sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að flotinn hafi verið að koma í höfn fram undir síðustu helgi með þokkalegan afla og búast má við að skipin verði kölluð í land á fimmtudag því þá verði farið að bera á hráefnisskorti.
Veiði hjá smábátasjómönnum var léleg í janúarmánuði og færabátar hafa ekki verið að fá neinn afla en færaveiðar eru vart byrjaðar af neinu ráði.
Rólegt hefur verið yfir loðnulöndun og einna helst að loðnubátar hafi verið að læðast í landi í skjóli nætur með smá slatta til vinnslu. Ekki er von á loðnuskipi í land fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag.
Veiði hjá smábátasjómönnum var léleg í janúarmánuði og færabátar hafa ekki verið að fá neinn afla en færaveiðar eru vart byrjaðar af neinu ráði.
Rólegt hefur verið yfir loðnulöndun og einna helst að loðnubátar hafi verið að læðast í landi í skjóli nætur með smá slatta til vinnslu. Ekki er von á loðnuskipi í land fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag.