Grindvísk ungmenni fá frítt í Strætó
Strætó býður 12-17 ára ungmennum frá Grindavík að fá frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er gott að geta stutt við Grindvíkinga á þessum fordæmalausu tímum,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, en stjórn Strætó tók ákvörðun um þetta í morgun og verður útfærslan á þessu í samráði við Grindavíkurbæ.
Hægt er að sækja um strætókortið inn á straeto.is frá og með mánudeginum 22. janúar og verða kortin sett inn á Klapp kort eða Klapp app viðkomandi.
Því er nauðsynlegt að þeir sem sækja um kort séu með símanúmer tengt Klapp appinu eða með Klapp kort tengt aðgangi sínum á „Mínum síðum“.
Fyrir þá sem vilja nota Klapp kort þá verður hægt að fá þau í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggvagötu.