Grindvísk líkkistuframleiðsla í kreppunni
Nýjasta sprotafyrirtækið í Grindavík smíðar og framleiðir líkkistur! Smiðirnir Sveinn Arnar Reynisson og Stefán H. Matthíasson, sem hafa rekið byggingaverktakafyrirtækið Norðanmenn undanfarin ár, ákváðu í haust að söðla um í kjölfar þess að verkefnum fækkaði þegar kreppan skall á. Þeir færðu sig um set til Grindavíkur og hófu að hanna og smíða vandaðar en ódýrar líkkistur. Frás þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is
,,Við ákváðum að leggja þann pening sem við gátum nurlað út úr góðærinu í þessa nýju viðskiptahugmynd. Okkur datt þetta í hug þegar við heyrðum kreppufréttir í hádeginu og ákváðum að kíla á þetta hér í Grindavík. Við erum að norðan, búum á höfuðborgarsvæðinu en vinnum í Grindavík," segir Sveinn Arnar á bæjarvefnum.
Stefán segir að árlega séu seldar um 2300 líkkistur á Ísland og stærsti hlutinn innfluttur. Markmið Norðanmanna sé að ná góðri markaðshlutdeild enda vel samkeppnishæfir, þeir bjóða upp á kistur á mun lægra verði en þær innfluttu. Þá hafa þeir verið í þreifingum við Vestur-Íslending í Kanada um að selja líkkistur þangað en þar er mun stærri markaður en hér á landi. Þær viðræður eru hins vegar á byrjunarreit.
Sveinn Arnar og Stefán hafa verið að koma sér fyrir með smíðaverkstæði sitt í Vörðusundi en þeir eru einnig með nokkur verkefni á höfuðborgarsvæðinu í innréttingum. Þeir segjast hafa fengið góðar móttökur í Grindavík og vonast til þess að fyrirtækið eigi eftir að vaxa og dafna svo þeir geti bætt við starfsfólki. Þeir