Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkurbær yfirbýður tilboð Bláa lónsins
Föstudagur 27. október 2006 kl. 16:17

Grindvíkurbær yfirbýður tilboð Bláa lónsins

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti í gær að gera tilboð í óskipt land Járngerðarstaða og Hópstorfu í Grindavík en eins og fram hefur komið í fréttum hefur Bláa lónið einnig gert tilboð í landið. Um er að ræða 5.500 hektara lands í nágrenni Grindavíkur án allra hita- og vatnsréttinda.

Talsvert fjölmenni mætti á bæjarstjórnarfund í Grindavík í gær en til hans var boðað sérstaklega vegna málsins.
Var bæjarstjóra falið að gera tilboð í landið. Tilboðið sem fyrir liggur er að fjárhæð 715 milljónir króna og var samþykkt að bjóða betra verð og styttri greiðslutíma. Tilboð Grindvíkurbæjar hljóðar upp á 720 milljónir, helmingur kaupverðs verði greiddur út og eftirstöðvar verði greiddar með jöfnum afborgunum á 10 árum, vaxtalaust en verðtryggt. Gildir tilboð sveitarfélagsins til miðnættis á sunnudagskvöld nk.
Haft er eftir forstjóra Bláa lónsins á ruv í dag að meirihluti landeigendafélagsins hafi skrifað undir bindandi kauptilboð fyrirtækisins í 5.500 hektara lands.
Haft hefur verið eftir Ólafi Á. Jónssyni, talsmanni landseigendafélagins, að bæjarstjórninni hafi áður boðist landið til sölu en ekki sýnt því  áhuga.

 

Mynd: Frá fundinum í gær en þar var þétt setinn bekkurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024