Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. júní 2001 kl. 15:25

Grindvíkingur með fullfermi af loðnu

Grindvíkingur GK kom inn til Seyðisfjarðar með fullfermi af loðnu í morgun og varð þar með fyrsta íslenska skipið til að koma með afla að landi á sumarvertíðinni.
Rúnar Björgvinsson, skipstjóri á Grindvíkingi, sagði í samtali við mbl.is að loðnan væri ágæt sem hann kom með að landi í morgun. „Við fengum þennan afla, 1.100 tonn, í þremur köstum, það stærsta var um 400 tonn. Við vorum að koma úr síldarsmugunni og fórum beint á loðnumiðin og náðum að fylla á stuttum tíma. Fyrir í skipinu voru um 100 tonn af síld, sem fengust í síldarsmugunni,“ sagði Rúnar.
Hann sagði að um 50 skip hafi verið á loðnumiðunum í nótt, þar af um 20 norsk. Flest skipin voru að fá einhvern afla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024