Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingur í alþjóða björgunarsveitinni á Haiti
Föstudagur 15. janúar 2010 kl. 16:54

Grindvíkingur í alþjóða björgunarsveitinni á Haiti

Grindvíkingurinn Sigurður R. Viðarsson, fyrrverandi formaður slysavarnardeildarinnar Þorbjarnar, fór með íslensku alþjóða björgunarsveitinni til Haiti í vikunni þar sem jarðskjálftar kostuðu tugi þúsunda mannslíf. Sigurður, sem enn er meðlimur í Þorbirni og starfar á skrifstofu Landsbjargar í Reykjavík við sjóbjörgunarmál, vinnur í samhæfingarbúðum Sameinuðu þjóðanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Að sögn Boga Adolfssonar, formanns Þorbjarnar á vef Grindavíkurbæjar er hlutverk samhæfingarbúðanna að sameina og skipuleggja hjálparlið og bjargir á svæðinu.


Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna með bandarísku teymi að rústabjörgun á Haiti. Ástandið á sveitinni er eftir atvikum gott, meðlimir fengu um sex tíma hvíld í nótt eftir að hafa unnið hörðum höndum klukkustundum saman í gær við að ná þriðju konunni úr rústum verslunarmiðstöðvar. Hluti sveitarinnar vann í nótt við að taka á móti öðrum alþjóða björgunarsveitum er komu til Haiti.


Mynd: Sigurður R. Viðarsson úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík á flugvellinum við Port au Prince. Ljósmynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.