Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar vilja trampolínkörfuboltavöll
Mánudagur 5. september 2016 kl. 13:33

Grindvíkingar vilja trampolínkörfuboltavöll

Ungmennaráð Grindavíkur vill að byggður verði sérstakur trampólínkörfuboltavöllur í bæjarfélaginu en hugmyndin verður kynnt fyrir bæjarstjórn á næstunni. Þegar er búið að byggja ungmennagarð við grunnskólann þar sem má meðal annars finna grillskýli, aparólu, kósýrólu og strandblakvöll.

„Þau eru mjög metnaðarfull,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs bæjarins í samtali við Fréttablaðið. „Þau hafa átt hugmyndina sjálf og vinna að þessu hörðum höndum. Þetta eru sannarlega dýr verkefni en krakkarnir eru frjóir, mæla sjálfir og teikna upp hugmyndir sínar í stað þess að borga fyrir hönnun.“ Þorsteinn er bjartsýnn á útkomuna en svona völlur kostar 10-20 milljónir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá atvinnumenn í trampolínkörfubolta leika listir sínar. Átökin verða þó eflaust ekki svona hörð á vellinum í Grindavík.