Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar vilja skoða sameiningu Kölku við Sorpu
Miðvikudagur 2. mars 2011 kl. 20:01

Grindvíkingar vilja skoða sameiningu Kölku við Sorpu

Fulltrúi Grindavíkurbæjar lagði fram á síðasta fundi stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja að sameiningarviðræður við Sorpu yrðu endurvaktar en erfið fjárhagsstaða Kölku hefur verið til umræðu að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll J. Pálsson, fulltrúi Grindvíkinga í stjórn stöðvarinnar sagði á fundi hennar nýlega að í ljósi þess að enn væri ekki komin framtíðar niðurstaða í rekstrarfyrirkomulagi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Kölku væri ljóst að Kalka hefði margt fram að færa í samstarfi við Sorpu, ekki síst eina fullkomnustu sorpbrennslustöð landsins með talsverða stækkunarmöguleika til framtíðar. „Það eru verðmæti sem vert er að meta hátt inn í samstarfið. Fari svo að skuldir félagins verði hærri en þær eignir sem lagðar yrðu inn í Sorpu, mætti hugsa sér að gjaldskrá á Suðurnesjum yrði óbreytt á meðan skuldir yrðu greiddar niður. Að þeim tíma liðnum myndi gjaldskráin breytast til samræmist við önnur þjónustusvæði Sorpu.