Grindvíkingar vilja gufubað
-Söfnuðu 300 undirskriftum
Um 300 sundlaugagestir í Grindavík hafa skrifað undir undirskriftalista og óskað þess að gufubað verði sett upp við sundlaugina í bænum sem fyrst. Frá þessu segir á vef Grindavíkurbæjar. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, tók við undirskriftunum í gær. Málið mun vera til skoðunar hjá bæjaryfirvöldum