Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar úti að skemmta sér í kvöld
Föstudagur 18. mars 2005 kl. 15:46

Grindvíkingar úti að skemmta sér í kvöld

Mikið fjör verður í Grindavíkurbæ í kvöld. Konukvöld verður í Salthúsinu og verður opnað inn í salinn kl.20:30. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og verður m.a. glæsilegur fordrykkur, hin frábæra Helga Braga leikkona, tískusýning, valin verður kona kvöldsins, happdrætti, páskaskreytingar, og Stína Páls verður kynnir kvöldsins.
 
Kútmagakvöld verður í Festi í Grindavík í kvöld, föstudaginn 18. mars. Húsið verður opnað með Vöru- og Sjávarútvegssýningu kl. 18 og þá verður borinn fram fordrykkur. Sjávarréttahlaðborð verður kl. 20 en síðast voru yfir 50 tegundir sjávarrétta á hlaðborði kútmagakvölds Lions. Veislustjóri verður Árni Johnsen en ræðumaður kvöldsins er séra Hjálmar Jónsson. Alda Ingibergsdóttir syngur og Jóhannes Kristjánsson er með gamanmál. „Erlendir listdansarar“ koma og skemmta körlunum og fjöldi glæsilegra vinninga verður í happdrætti kvöldsins.
Forsala aðgöngumiða er hjá Gunnari Vilbergssyni Sjóvá að víkurbraut 46 sími 4267150 miðar verða einnig seldir við innganginn ef ekki verður uppselt í forsölu. verð miða er 6.000 kr.
Undanfarin ár hefur þátttaka verið svo góð að Grindvíkingar hafa fyllt félagsheimilið Festi og margir hafa þurft frá að hverfa. Þetta er viðburður sem fáir gleyma enda ekki  á hverjum degi sem slík veisla er haldin. Að Vöru-og sjávarútvegssýningu standa: Hampiðjan,Toyota, Dímon, Olís, Smellin, Gluggar og Garðhús, Íslyft, Formaco, Sjóvélar, Veiðafæraþjónustan, SH.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024