Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindvíkingar undirbúa stofnun minjafélags
Frá undirbúningsfundi fyrir stofnun minjafélags í Grindavík. Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 29. október 2013 kl. 11:34

Grindvíkingar undirbúa stofnun minjafélags

Nokkrir einstaklingar í Grindavík undirbúa nú stofnun minjafélags í Grindavík en nýverið var haldinn kynningarfundur vegna hugsanlegrar stofnunar á slíku félagi í bænum.

Á fundinn mættu fjórir gestir frá Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps og kynntu þau starfsemi félagsins. Átta áhugasamir Grindvíkingar mættu á fundinn og var hugur í fólki um að stofna til sambærilegs félags í Grindavík.

Unnið er í því að finna aðila til að vera í stjórn slíks félags og þegar það liggur fyrir verður boðað til formlegs stofnfundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024