Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar taka ekki þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs
Mánudagur 1. október 2018 kl. 09:24

Grindvíkingar taka ekki þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti með fimm atkvæðum að taka ekki þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum , sem tekið var fyrir á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í vikunni. 
 
Í erindinu sem lagt var fyrir bæjarstjórn er kynnt tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni til að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni. Sveitarfélög eru hvött til þess að taka þátt í verkefninu. 
 
Bæjarstjórn samþykkti með fimm atkvæðum að taka ekki þátt í verkefninu. Þau Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024