Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar stórhuga
Sunnudagur 11. nóvember 2007 kl. 22:04

Grindvíkingar stórhuga

Grindvíkingar kynntu í gær á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum stórhuga framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem boðið verði upp á orku og nægt landrými fyrir áhugasöm fyrirtæki. Þetta séu nýjar varnaraðgerðir vegna mikillar óvissu í sjávarútvegi.

Orka, umhverfi og hagkvæmni eru lykilorðin í framtíð atvinnuuppbyggingar í Grindavík en heimamenn eru afar ósáttir við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og horfa nú fram á veginn á annað en sjávarútveg. Þar sé ríkisvaldinu ekki treystandi.

Ólafur Örn bæjarstjóri Grindavíkur flutti erindi þar sem hann lýsti áformum heimamanna um varnaraðgerðir vegna óvissu í sjávarútveginum.
Við erum að bregðast við þessari óvissu með nýju útspili í atvinnumöguleikum hér í Grindavík. Við erum að skipuleggja stór iðnaðarsvæði og ætlum okkur að nýta orku hér í okkar landi. Það eru fyrirtæki sem hafa verið í sambandi við okkur, m.a. eitt mjög stórt og önnur minni þannig að málið er komið af stað. Við munum fara í öfluga markaðssetningu á Grindavík út frá þessum þætti og beina henni til fyrirtækja sem þurfa orku og landssvæði.

Það er stefnt að því að vinna þessi mál í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. „Við viljum sjá uppbyggingu atvinnusvæði hérna megin á skaganum líka. Aðalatriðið er að bregðast við óvissu ástandi í sjávarútveginum. Við erum neyddir til þess.Ekki hafa stjórnvöld létt okkur lífið eftir niðurskurðinn þar og þess vegna þurfum við að taka nýjan vinkil í okkar framtíðaruppbyggingu.

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024