Grindvíkingar söfnuðu 20 milljónum í Reykjavíkurheimsókn
Knattspyrnudeild Grindavíkur safnaði 20 milljónum króna með tveimur ferðum til Reykjavíkur í nóvember 2011. Frá þessu er greint í skýrslu knattspynudeildar UMFG sem kom út fyrir skömmu.
Grindavíkingarnir Hermann Ólafsson, Pétur Pálsson og Eiríkur Tómasson heimsóttu þá þjónustaðila í sjávarútvegi sem samþykktu að styrkja félagið með fremur rausnarlegum hætti. Ekki er nánar greint frá um hvaða aðila er að ræða.
„Í nóvemer 2011 var farið í leiðangur til Reykjavík til að laga fjárhag deildarinnar með þeim Eiríki Tómassyni, Hermanni Ólafssyni og Pétri Pálssyni. Það skilaði um 20 milljónum í tveimur ferðum til þjónustuaðila í sjávarútvegi,“ segir í ársskýrslunni en allir þessir menn eru í útgerðar
„Þökkum við þeim heiðursmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag. Það má með sanni segja að þessar ferðir hafi verið árangursríkar og ekki síður skemmtilegar, það tók ekki nema örfáar mínútur á hverjum stað að ræða erindið og fá það samþykkt. Það þurfti ekki meira til en að sýna þessi andlit.“