Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar segja Suðurnesin heppilegan stað fyrir Landhelgisgæsluna
Mánudagur 23. maí 2011 kl. 12:59

Grindvíkingar segja Suðurnesin heppilegan stað fyrir Landhelgisgæsluna

Beiðni um umsögn frá Samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar var tekin fyrir á síðasta bæjarráðsfundi í Grindavík.  Bæjarráð Grindavíkur tekur undir með flutningsmönnum að á Suðurnesjum er afar heppileg aðstaða fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar til framtíðar, ekki síst ef þau verkefni sem áður heyrðu undir Varnarmálastofnun verði falin Landhelgisgæslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á svæðinu er húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægir þörfum Landhelgisgæslunnar að öllu leyti. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland. Með flutningi skapast aðstæður til að til að sameina alla starfsemi Landhelgisgæslunnar til framtíðar á einum stað.

Bæjarráðið bókar jafnframt eftirfarandi:?Bæjarráð Grindavíkur telur að hagkvæmnisathugun vegna flutnings starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja sé mjög takmörkuð og nái engan vegin að varpa ljósi á kosti og galla þess að Landhelgisgæslan verði flutt. Bæjarráð telur mikilvægt að kláruð verði sú vinna að skoða hagkvæmni flutninganna þannig að ráðamenn geti tekið upplýsta ákvörðun um þetta mikilvæga mál.