Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 17. febrúar 2000 kl. 17:24

Grindvíkingar og lögreglan sættast!

Bæjarstjórn Grindavíkur og Sýslumaðurinn í Keflavík hafa náð sameiginlegri niðurstöðu um löggæslu í Grindavík. Fréttatilkynning þess efnis var gefin út kl. 16:30 í dag.Þar segir að það sé sameiginlegur skilningur beggja aðila að það sé til mikilla bóta að komið verði á sólarhringsvakt í öllu umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Báðir aðilar taka undir mikilvægi grenndarlöggæslu. Lögreglan mun nýta staðarþekkingu lögreglumanna frá Grindavík sem best. Jafnframt geta Grindvíkingar búist við að sjá ný andlit og nýjar hugmundir um löggæslu. Undir þetta ritar bæjarstjórn Grindavíkur og Sýslumaðurinn í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024